Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þrettándagleði í Vogum á morgun
Frá þrettándafagnaði í Vogum. Mynd af vef Sveitarfélagsins Voga.
Mánudagur 5. janúar 2015 kl. 14:56

Þrettándagleði í Vogum á morgun

Þrettándagleði verður haldin í Sveitarfélaginu Vogum á morgun, þriðjudaginn 6. janúar kl. 18:00. Kyndlaganga, með álfakóngi og drottningu í broddi fylkingar, hefst við félagsmiðstöðina í Vogum. Gengið verður niður Hafnargötuna, inn á göngustíg í átt að skólanum og endað hjá brennunni við skólann. Brennan er í boði Lions.

Eftir brennuna verður haldið í Tjarnarsalinn, þar sem verður smá gleði, sungið og dansað. Allir 12 ára og yngri fá glaðning. Veitt verða verðlaun fyrir þrjá skemmtilega búninga.

Nú er um að gera  að finna gömlu búningana sína og skella sér í göngu og hafa gaman saman.
Boðið verður uppá andlitsmálun fyrir yngri krakkana í félagsmiðstöðinni frá klukkan 17:00-17:50, segir í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Vogum.

Nánar á vef Sveitarfélagsins Voga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024