Þrettándagleði í Vogum
Þrettándagleði verður í Sveitarfélaginu Vogum síðdegis. Þrettándagleðin hefst upp í félagsmiðstöð þar sem andlitsmálun verður í boði fyrir krakkana milli klukkan 17:00 og 17:45.
Kyndlaganga ásamt kóngi og drottningu í broddi fylkingar hefst við félagsmiðstöðina klukkan 18:00. Kyndlar verða í boði fyrir gönguna. Gengið verður niður Hafnargötuna, í átt að skólanum og endað hjá brennunni við skólann. Brennan er í boði Lionsklúbbsins Keilis.
Eftir brennuna höldum við í Tjarnarsalinn, þar verður mikil gleði, sungið og dansað.
Allir 12 ára og yngri fá glaðning.
Nú er um að gera að finna gömlu búningana sína og skella sér í göngu og hafa gaman saman.
Flugeldamarkaður björgunarsveitarinnar Skyggnis verður opinn á þrettándanum frá kl 13:00-17:00 og verður mjög góður afsláttur af flugeldum hjá Skyggnismönnum, segir í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Vogum, Lionsklúbbnum Keili og félagsmiðstöðinni Borunni.