Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Þrettándagleði í Reykjanesbæ á miðvikudag
  • Þrettándagleði í Reykjanesbæ á miðvikudag
Mánudagur 4. janúar 2016 kl. 09:54

Þrettándagleði í Reykjanesbæ á miðvikudag

Þrettándagleði verður haldin í Reykjanesbæ á miðvikudag. Þrettándabrennan verður á Bakkalág en hátíðarsvið verður við Hafnargötu 8. Hátíðin hefst með blysför frá Myllubakkaskóla kl. 18 en klukkustund áður hefst svokölluð luktarsmiðja við Myllubakkaskóla.

Í luktarsmiðju er fólki kennt að gera fallega lukt til að ganga með í blysförinni. Fólk er hvatt til að koma með krukku að heiman en allt efni til skreytinga og LED-ljós til að setja í luktina fæst á staðnum fyrir 300 kr.

Í blysförinni, sem hefst kl. 18, verða álfakóngur og álfadrottning í fremstu röð ásamt álfum, púkum og barna með luktirnar sínar. Tónlistardagskrá á sviði í stjórn Grýlu og jólasveins. Álfakór flytur þrettándasöngva og Grýla og jólasveinninn taka lagið með börnunum. Kynjaverur verða á sveimi um svæðið.

Þrettándabrenna verður tendruð og boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur til að ylja sér á staðnum. Hátíðinni lýkur svo með flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Suðurnes af Berginu.

Fólki er bent á bílastæði við Ægisgötu, ráðhúsið að Tjarnargötu 12.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024