Þrettándagleði í Reykjanesbæ
Jólin voru kvödd í Reykjanesbæ í gærkvöldi með þrettándafagnaði. Þar voru álfar, púkar og tröll í bland við bæjarbúa á öllum aldri. Söngur, gleði og brenna voru á dagskránni sem lauk svo með flottri flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Suðurnes.
Ljósmyndari Víkurfrétta var á staðnum með myndavélina og tók meðfylgjandi myndir sem eru í ljósmyndasafni Víkurfrétta hér á vf.is