Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þrettándagleði í Grindavík og Vogum
Fimmtudagur 3. janúar 2008 kl. 10:23

Þrettándagleði í Grindavík og Vogum

Þrettándabrennur hafa verið auglýstar í Grindavík og Vogum nk. sunnudag.

Í Vogum hefst dagskrá kl. 16.30 þegar álfar, tröll og aðrar verur leggja af stað frá félags- og íþróttamiðstöðinni, með kóng og drottningu í broddi fylkingar. Andlitsmálun verður fyrir börnin frá kl. 15.15 til 16.30. Kveikt verður í bálkestinum á áfangastað sem verður að þessu sinni norðan megin við íþróttahúsið og verður þar sungið og trallað.
Við brennuna verður flugeldasýning á vegum björgunarsveitarinnar Skyggnis, en að henni lokinni verður hátíðarhöldum haldið áfram í Vetrarsal Stóru-Vogaskóla. Þar mun foreldrafélag 7. bekkjar standa fyrir kaffisölu.
30% afsláttur verður á flugeldum hjá Skyggni og flugeldamarkaður björgunarsveitarinnar verður opinn á laugardaginn frá kl 13:00-19:00 og á sunnudaginn  frá kl 13:00.

Í Grindavík hefjast hátíðarhöld í félagsmiðstöðinni Þrumunni með andlitsmálun fyrir krakkana frá kl. 16 til 18.

Kl. 19.30 verður svo safnast saman við Kvennó og gengið fylktu liði í blysför upp Víkurbraut, niður Ránargötu og að Saltfisksetrinu þar sem 7. og 8. fl. kkd. kvenna selur vöfflur og heitt kakó.

Dagskrá verður svohljóðandi:
Bæjarstjóri flytur ávarp.
Álfakóngur og álfadrottning syngja.
Tónlistarskólinn í Grindavík verður með atriði.
Búningakeppni unga fólksins. (Keppt verður um frumlegasta heimatilbúna búninginn. Mjög veglegir vinningar.)
Jólasveinar koma í heimsókn og syngja.

Dagskrá er að sjálfsögðu háð veðri og vindum.

Mynd frá þrettándagleði í Grindavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024