Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þrettándagleði í Grindavík
Sunnudagur 14. janúar 2018 kl. 06:00

Þrettándagleði í Grindavík

- Myndasafn

Það var mikið um dýrðir þegar jólin voru kvödd á þrettándagleði í Grindavík sem fram fór um síðastliðna helgi. Hefð er fyrir því að börn fari í hús á þrettándanum, sníki gott í poka og uppskera margir nokkur kíló af sælgæti í pokann sinn eftir að hafa gengið í hús. Hér áður fyrr gengu börn í hús á gamlárskvöld en því var síðar breytt og nú er það gert á þrettándanum í staðinn.
Mikið var lagt í búningagerð þetta árið en meðal furðuvera og annarra voru Sigmundur Davíð, United Silicon ásamt starfsmönnum heilbrigðiseftirlitsins, Salka Sól og einhyrningar, Snapchat filterar, Crayola litir og sturtuhengi.

Það var glæsileg dagskrá við Kvikuna þar sem álfadrottning og kóngur tóku nokkur lög, Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir söng fyrir áhorfendur og Viktor Örn Hjálmarsson rappaði við góðar undirtektir unga fólksins. Arnari Má Ólafssyni var veitt viðurkenning en hann var útnefndur „Grindvíkingur ársins 2017“. Þá voru veitt verðlaun fyrir bestu búningana og jólasveinarnir kvöddu rétt áður en þeir héldu aftur upp til fjalla. Flugeldasýning var í lok þrettándagleðinnar, en það voru fjölmargir styrktaraðilar sem sáu til þess að sýningin, sem var í umsjá Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, yrði sem glæsilegust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi myndir tók Rannveig Jónína, blaðamaður Víkurfrétta.

Þrettándinn í Grindavík