Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 6. janúar 2004 kl. 11:14

Þrettándagleði í Bótinni í Grindavík

Þrettándagleði Grindvíkinga verður í Bótinni í Grindavík í kvöld og er safnast saman þar um kl. 19.  Þar verður þrettándabrenna og flugeldasýning. Eflaust gætu álfar birst frá heimilum sínum og tekið þátt í gleðinni með okkur, segir á vef Grindavíkurbæjar.
Flugeldasýningin er í boði Björgunarsveitar Þorbjörns og Grindavíkurbæjar. Eftir hátíðarhöldin í Bót verður gengið fylktu liði meðfram sjónum í átt að Saltfisksetri með álfakóngi og álfadrottningu.
Við Saltfisksetrið verður hátíðardagskrá. Barnakórinn mun syngja falleg jólalög.
Kvennakarfan mun halda á okkur hita með kakó inní Saltfisksetrinu og bjóða uppá gott að borða. Nú klæða sig allir upp og verða tröll, álfar, álfaprinsessur eða kóngar, segir ennfremur á vef bæjarins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024