Þrettándafagnaður í Vogum
Föstudagskvöldið 6. janúar kl.19.30 hefst þrettándagleðin í ár. Marserað verður frá Glaðheimum, með kóng og drottningu í broddi fylkingar. Kveikt verður í bálkestinum á áfangastað, sungið og trallað. Flugeldasýning verður á staðnum.
Eftir flugeldasýninguna höldum við í Tjarnarsal, þar sem verður smá gleði, tónlist leikin og allir fá glaðning sem mæta í búningum. Heitt á könnunni.UMFÞ verður með sjoppu á staðnum. Andlitsmáling fyrir yngri krakka verður í Glaðheimum/félagsmiðstöð kl. 17.30 -18.30.
Björgunarsveitin Skyggnir, Lionsklúbburinn Keilir, Kvennfélagið Fjóla, Ungmennafélagið Þróttur, kór Kálfatjarnakirkju og Vatnsleysustrandarhreppur
Nánari upplýsingar fást hjá Tómstundafulltrúa í síma 898 4754/ 663 5585 Svanlaug.
Eftir flugeldasýninguna höldum við í Tjarnarsal, þar sem verður smá gleði, tónlist leikin og allir fá glaðning sem mæta í búningum. Heitt á könnunni.UMFÞ verður með sjoppu á staðnum. Andlitsmáling fyrir yngri krakka verður í Glaðheimum/félagsmiðstöð kl. 17.30 -18.30.
Björgunarsveitin Skyggnir, Lionsklúbburinn Keilir, Kvennfélagið Fjóla, Ungmennafélagið Þróttur, kór Kálfatjarnakirkju og Vatnsleysustrandarhreppur
Nánari upplýsingar fást hjá Tómstundafulltrúa í síma 898 4754/ 663 5585 Svanlaug.