Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mánudagur 6. janúar 2003 kl. 08:55

Þrettándafagnaður í Reykaneshöll og á Iðavöllum í kvöld

Þrettándagleði í Reykjanesbæ hefst í Reykjaneshöll mánudaginn 6. janúar og lýkur með álfabrennu og flugeldasýningu á Iðavöllum. Boðið er upp á andlitsmálningu í Reykjaneshöll frá kl. 17.30 en dagskrá þar hefst kl. 18.00 og stendur til 19.30. Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leikur og Leikfélag Keflavíkur verður með skemmtidagskrá fyrir yngstu kynslóðina. Hoppikastalar og heitt kakó verður í boði.Skrúðganga frá Reykjaneshöll hefst kl. 19.40 og verður gengið á Iðavelli þar sem dagskrá hefst kl. 20.00.
Þeir sem koma fram á Iðavöllum eru Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur, skátafélögin, álfakóngur og drottning ásamt fleira hyski s.s. púkum, grýlu og leppalúða að ógleymdum jólasveinum.

Jólin verða kvödd kl. 20.40 með flugeldasýningu á vegum Björgunarsveitarinnar Suðurnes.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024