Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þrautabraut opnuð í Njarðvíkurskógum
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 14. maí 2021 kl. 07:56

Þrautabraut opnuð í Njarðvíkurskógum

Starfsfólk umhverfissviðs Reykjanesbæjar hefur með útsjónarsemi sinni og hugmyndaríki búið til skemmtilegt útivistarsvæði fyrir bæjarbúa með göngustígum og frisbí-golfvelli, hundagerði, grillaðstöðu og núna þrautabraut í Njarðvíkurskógum ofan við byggðina í Ytri Njarðvík. Þrautabrautin var opnuð formlega í vikunni en það voru börn á leikskólanum Gimli sem fyrst prófuðu brautina.

„Áfram verður unnið  hér á svæðinu á árinu, heilsustígur verður lagður niður í Bolafótinn og aðgengi bætt. Hundagerðið verður fært útfyrir fjölskyldusvæðið og gert veglegra og matjurtakassar eru komnir á sinn stað auk þess að verið er að vinna hugmyndir um framtíðarfyrirkomulag hérna norðan við okkur tengdum gervigrasvellinum okkar nýja,“ sagði Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs við opnun þrautabrautarinnar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024