Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 29. janúar 1999 kl. 22:08

ÞÓRUNNI Á ÞING

Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur víðtæka reynslu af stjórnmálum m.a. sem kosningastjóri Reykjavíkurlistans og varaþingkona Kvennalistans. Hún hefur einnig sinnt hjálparstörfum erlendis fyrir Rauða Krossinn og samþætt reynsla af stjórnmálum og mannúðarstörfum gerir Þórunni að verðugum fulltrúa á Alþingi. Það skiptir máli að framboðslisti Samfylkingarinnar á Reykjanesi endurspegli reynslu og endurnýjun. Ég vil því hvetja sem flesta Reyknesinga til að taka þátt í að velja sigurstranglegan lista fyrir næstu Alþingiskosningar og setja Þórunni í 3. - 4. sætið. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024