Þórunn sýnir í Flösinni
Þórunn Guðmundsdóttir, myndlistarkona, opnaði í gær sýningu á verkum sínum í byggðasafninu í Garði. Flösinni. Þar sýnir hún 16 myndverk máluð með vatnslitum en í þeim efnum þykir Þórunn á heimavelli. Hún hefur um árabil verið í hópi fremstu vatnslitamálara landsins og m.a. tekið þátt í sýningum Akvarell Ísland hópsins.
Innblástur í verk sýn sækir Þórunn í íslenska náttúru og sitt nánasta umhverfi.
Hún stundaði lengi myndlistarnámskeið á vegum Baðstofunnar og naut þar leiðsagnar Eiríks Smiths. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar, tekið þátt í mörgum samsýningum.
Sýningin verður opin til 30. maí frá kl. 13-22 alla daga.
Mynd: Þórunn Guðmundsdóttir í Flösinni, Garði. VF-mynd: elg