Þorsteinn varð í öðru sæti hjá Samfés
Þorsteinn Helgi Kristjánsson, nemandi í 10. bekk í Holtaskóla í Reykjanesbæ, varð í 2. sæti í söngkeppni Samfés sem haldin var síðasta laugardag. Þorsteinn söng og lék á gítar þegar hann flutti lagið Dear Brother. Lagið er frumsamið eftir hann og bróður hans, sem sömdu það saman um litla bróður sinn sem er trans.