Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þorsteinn Bachmann leikstýrir söngleik hjá LK
Þriðjudagur 29. nóvember 2016 kl. 09:58

Þorsteinn Bachmann leikstýrir söngleik hjá LK

Leikfélag Keflavíkur hefur ráðið Þorstein Bachmann til að leikstýra 20 ára afmælisverki Frumleikhússins en 20 ára afmæli félagsins verður fagnað á næsta ári. Af því tilefni hefur verið ákveðið að setja á svið vinsælan söngleik.

Frumleikhúsið opnaði dyr sínar fyrir almenningi þann 4. október 1997 og hefur síðan sýnt fjöldann allan af sýningum og verið einn að máttarstólpunum í menningarlífi Reykjanesbæjar. „Við ákváðum að setja upp stóran og flottan söngleik á næsta ári. Okkur langar til að gera þetta svolítið „grand“ og því réðum við Þorstein Bachmann til okkar en hann hefur einu sinni áður leikstýrt í Frumleikhúsinu þegar hann setti Gaukshreiðrið upp, sælla minninga,” segir Davíð Örn Óskarsson, formaður Leikfélags Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kynning á verkefninu ásamt stuttu leiklistarnámskeiði undir handleiðslu Þorsteins fer fram fimmtudaginn 1. desember klukkan 20:00 en æfingar hefjast að fullu í janúar og er frumsýning áætluð í lok febrúar. Þorstein þarf vart að kynna en hann hefur gert garðinn frægann bæði sem leikari og leikstjóri. Hérna er  því á ferðinni kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast því hvernig uppsetning söngleiks fer fram undir stjórn fagmanns. Það vantar fólk með áhuga á leiklist, tónlist, söng, tækni, búninga- og sviðsmyndagerð, förðun, skipulagsmálum, kynningarmálum og sýningarstjórn. Allir sem hafa gengið með þann draum í maganum að stíga á svið eru hvattir til þess að mæta á kynningarfundinn fimmtudaginn 1.desember. Allir eru velkomnir og því fylgir engin skuldbinding að láta sjá sig og kynna sér þá vinnu sem framundan er.

Mynd úr uppsetningu LK á leikritinu Á stoppistöð.