Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þorrinn genginn í garð
Laugardagur 20. janúar 2007 kl. 13:03

Þorrinn genginn í garð

Þá er Þorrinn genginn í garð og Þorrablótin hefjast hvert af öðru.  Krakkarnir á leikskólanum Laut í Grindavík fögnuðu komu Þorra og héldu sitt Þorrablót að þjóðlegum sið á föstudaginn.  Krakkarnir höfðu allir búið til víkingahöfuðfat sem þau skreyttu sig með í tilefni dagsins.  Drukkinn var mysudrykkur úr hrútshornum og snæddur hefðbundinn Þorramatur og var matarlystin ósvikin hjá krökkunum.  Þjóðerni barnanna skipti engu máli, allir voru tilbúnir að smakka á kræsingunum og þó að sumir bitarnir rötuðu ekki rétta leið fundu allir eitthvað gott að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024