- Súrir pungar og söngur í morgunsárið hjá Keilisfólki.
Konurnar í Keili ákváðu að halda smá veislu fyrir bændur Keilis í morgun. Þær keyptu þorramat og bjór handa þeim og sungu nokkur lög, t.d Draumaprinsinn og Táp og fjör. Þetta kunnu þeir vel að meta, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.