Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Þorraþema á leikskólunum Arki og Holti og í Akurskóla
Föstudagur 21. janúar 2011 kl. 13:49

Þorraþema á leikskólunum Arki og Holti og í Akurskóla

Uppskeruhátíð var á leikskólanum Akri í dag í tilefni þorrans en hann byrjar formlega í dag. Börnin sungu saman og fengu að bragða á þorramat eins og sviðasultu, hangikjöti og heimabökuðu rúgbrauði. „þetta er einstaklega skemmtilegt verkefni sem eflir tengsl skólanna og er góður undirbúningur fyrir leikskólabörnin til að takast á við næsta skólastig,“ sagði Heiðrún Scheving, leikskólastjóri á Arki.

Börnin í leikskólunum Akri, Holti og í Akurskóla unnu saman að þorraþemaverkefni vikuna 17. – 21. janúar. „Þetta samstarfsverkefni hefur verið árvisst í 3 ár og vekur alltaf jafn mikla lukku,“ sagði Heiðrún. Elstu árgangarnir úr leikskólunum og 1. bekkur úr Akurskóla vinna þetta verkefni saman en krökkunum er skipt í hópa og vinna hóparnir að ýmsum verkefnum tengdum þorranum.

Á Akri léku börnin sér með leggi og skeljar, horn og ull um leið og þau fengu fræðslu um ýmsa gamla muni. Í Akurskóla var boðið upp á að þæfa ull, kynnast gömlum málsháttum ásamt leiklist og tónlist. Börnin fengu að heimsækja Stekkjarkot og Byggðasafnið í Innri Njarðvík og á Holti fengu þau að kynnast gamalli matargerð þar sem þau unnu sviðasultu og bökuðu rúgbrauð. Allt þetta endaði svo með áðurnefndri uppskeruhátíð og heppnaði einstaklega vel.

Hægt er að skoða myndasafn frá uppskeruhátíðinni í ljósmyndasafni VF.

VF-Myndir/siggijóns

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Krakkarnir skemmtu sér konunglega og tóku vel undir sönginn.