Þorranum þjófstartað á Suðurnesjum
Þó svo bóndadagur sé ekki fyrr en næsta föstudag og hann markar upphaf Þorra, þá hefur Þorranum verið þjófstartað á Suðurnesjum. Átthagafélag Vestfirðinga og Árnesinga er með sitt Þorrablót í KK-salnum í kvöld og Systrafélag Innri Njarðvíkurkirkju er með sitt árlega Þorrablót í kvöld. Þá er einnig árshátíð Þingmúla, átthagafélags Austfirðinga og Þingeyinga í Stapanum. Þar er blandað hlaðborð, þ.e. þeir sem vilja ekki þorramat geta gripið í ferskara kjötmeti og meðlæti. Ljósmyndari Víkurfrétta gerði víðreist um Reykjanesbæ í kvöld með myndavélina og tók nokkrar myndir. Fleiri myndir í Víkurfréttum á fimmtudaginn.