Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þorrablót Ungmennafélags Njarðvíkur í Stapanum
Þriðjudagur 12. janúar 2010 kl. 10:50

Þorrablót Ungmennafélags Njarðvíkur í Stapanum

Þorrablót Ungmennafélags Njarðvíkur verður haldið þann 30. janúar nk. Blótið verður haldið á nýjan leik í Stapanum en það var síðast haldið þar árið 2008 rétt fyrir lokun Stapans vegna breytinga.

Á þorrablótinu verður glæsilegt hlaðborð þorramats og verður skemmtidagskráin ekki af verri endanum. Meðal skemmtiatriða verður hinn árlegi annáll, happadrætti, fjöldasöngur, atriði frá Brynballett, Jogvan og Friðrik Ómar koma og taka lagið. Mummi Hermanns leikur undir borðhaldi og fyrir dansi.

Miðaverði er stillt í hóf og kostar miðina aðeins 4500kr. Miðasala verður miðvikudaginn 13.janúar kl.14-18, þriðjudaginn 19.janúar kl.14-18 og fimmtudaginn 21.janúar kl.14-18, einnig er hægt að panta miða á [email protected]

Koma svo allir og mæta, og höfum það gaman saman.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024