Þorrablót UMFN í Stapa 25. janúar
Þorrablót UMFN verður haldið í Stapanum n.k. föstudag (Bóndadag). Þetta verður síðasta skemmtunin sem fram fer í Stapa áður en honum verður lokað vegna breytinga og byggingar tónlistarhúss við Stapann. Þorrablótin hafa verið mjög vinsæl og góð skemmtun undanfarin ár. Á Bóndadag í Stapa mun Mummi Hermanns leika af fingrum fram, annállinn verður á sínum stað, fjöldasöngur, skemmtiatriði og glæsilegt happdrætti. Nú er tækifæri til að skemmta sér í góðra vina hópi, og kveðja Stapann í núverandi mynd.
Síðustu miðarnir verða seldir á miðvikudag milli kl. 17 og 19 í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík, efri hæð. Verð 4.900 kr. Einnig er hægt að panta miða í síma 421-2895.
Síðustu miðarnir verða seldir á miðvikudag milli kl. 17 og 19 í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík, efri hæð. Verð 4.900 kr. Einnig er hægt að panta miða í síma 421-2895.