Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þorrablót Suðurnesjamanna í Garðinum í janúar
Mánudagur 17. október 2011 kl. 16:18

Þorrablót Suðurnesjamanna í Garðinum í janúar

Þorrablót Suðurnesjamanna verður haldið í Garðinum þann 21. janúar á nýju ári. Blótið verður haldið í íþróttahúsinu í Garði þar sem vandað verður til í mat, drykk og skemmtiatriðum og ekkert gefið eftir í gæðum og fjöri. Það eru Björgunarsveitin Ægir í Garði, ásamt Knattspyrnufélaginu Víði og Unglingaráði Víðis sem standa fyrir þorrablótinu en hagnaður af kvöldinu rennur til styrktar þessum félögum. Þetta er í þriðja skiptið sem þorrablótið er haldið en á síðustu tveimur blótum hefur verið húsfyllir með um 700 manns í mat.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Á Þorrablótinu verður glæsilegt hlaðborð þjóðlegra rétta í bland við glæsilega skemmtidagskrá. Þannig munu hinn þjóðkunni Gísli Einarson úr Landanum og hljómsveitin Papar halda uppi fjörinu allt kvöldið. Leikfélag Keflavíkur kemur með óvænt atriði og von er á Guðna Ágústssyni fyrrum landbúnaðarráðherra á svið. Þá verða Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson í liði skemmtikrafta.  Fjölmörg önnur skemmtiatriði eru í pípunum og verða ljós á næstu dögum og vikum.


Við viljum fá þig, fjölskyldu og vinnufélaga, starfsmannafélög og saumaklúbba, áhugamenn um góðan íslenskan mat, ykkur öll til að vera með og gera daginn að sannkallaðri Suðurnesjaveislu á Þorra, segir í tilkynningu um Þorrablótið.

Það má því búast við stórkostlegri skemmtun í Garðinum þann 21. janúar 2012 og til að bóka miða fyrir hópa má hringja annað hvort í Þorstein Jóhannsson hjá Björgunarsveitinni Ægi í síma 896 7706 eða í Guðlaugu Sigurðardóttur hjá Knattspyrnufélaginu Víði í síma 663 7940.