Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þorrablót Suðurnesjamanna í Garðinum í janúar
Mánudagur 23. nóvember 2009 kl. 18:08

Þorrablót Suðurnesjamanna í Garðinum í janúar

Þorrablót Suðurnesjamanna verður haldið í Garðinum þann 23. janúar á nýju ári. Blótið verður haldið í íþróttahúsinu í Garði þar sem vandað verður til í mat, drykk og skemmtiatriðum og ekkert gefið eftir í gæðum og fjöri. Það eru Björgunarsveitin Ægir í Garði, ásamt Knattspyrnufélaginu Víði og Unglingaráði Víðis sem standa fyrir þorrablótinu en hagnaður af kvöldinu rennur til styrktar þessum félögum.


Á Þorrablótinu verður glæsilegt hlaðborð þjóðlegra rétta í bland við glæsilega skemmtidagskrá. Þannig munu Hemmi Gunn og hljómsveitin Buff halda uppi fjörinu allt kvöldið. Söngsveitin Víkingarnir kemur á svið og það gera Óperudífurnar líka, þeir Davíð Ólafsson og Stefán Íslandi. Mummi Hermanns leikur þjóðleg lög undir borðhaldi og Árni Johnsen mun stjórna fjöldasögn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Veislustjórn er í höndum Hemma Gunn, sem er ættaður frá Meiðastöðum í Garði. Fleiri skemmtiatriði eru í pípunum, en Þorrablótið var auglýst í fyrsta skipti opinberlega í dag. Þá mun gleðisveitin Buff leika fyrir dansleik til kl. 03 um nóttina.


Boðið verður upp á sætaferðir með SBK fyrir hópa frá öllum bæjarfélögum Suðurnesja og úr höfuðborginni. Verði aðgöngumiða er stillt í hóf en miðaverð á Þorrablót Suðurnesjamanna í Garðinum verður kr. 6.500,-


Við viljum fá þig, fjölskyldu og vinnufélaga, starfsmannafélög og saumaklúbba, áhugamenn um góðan íslenskan mat, ykkur öll til að vera með og gera daginn að sannkallaðri Suðurnesjaveislu á Þorra, segir í tilkynningu um Þorrablótið sem send var til á fimmta hundrað einstaklinga í dag og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa.


Það má því búast við stórkostlegri skemmtun í Garðinum þann 23. Janúar 2010 og til að bóka miða fyrir hópa má hringja annað hvort í Þorstein Jóhannsson hjá Björgunarsveitinni Ægi í síma 896 7706 eða í Guðlaugu Sigurðardóttur hjá Knattspyrnufélaginu Víði í síma 663 7940. Forsala aðgöngumiða hefst einnig innan fárra daga á bensínstöð N1 í Garðinum og í verslun Sigurðar Ingvarssonar við Hafnargötu í Reykjanesbæ.