Þorrablót Keflavíkur - frábær stemmning - myndir
	Rúmlega sexhundruð Keflvíkingar skemmtu sér vel á Þorrablóti Keflavíkur 2014 sem fram fór í Íþróttahúsi Keflavíkur sl. laugardag.
	
	Þrátt fyrir mikið fjör og mikinn mannfjölda fór allt vel fram. Frábær þorramatur frá Réttinum, fjölbreytt skemmtiatriði og brekkusöngur sló í gegn. Þá var fluttur videoannáll og góð veislustjórn var í höndum Jóns Björns Ólafssonar. Ingó og veðurguðirnir sáu um danstónlistina og gerðu það með stakri prýði.
	
	Í myndasafni VF má sjá á annað hundrað ljósmyndir af prúðbúnum þorragestum. Hægt er að smella á linka hér að neðan eða fara inn í myndasafnið á forsíðu vf.is.
	
	MYNDASAFN 1
	MYNDASAFN 2
	
Hér má sjá nokkrar af fjölmörgum myndum af gestum við komuna í Íþróttahúsið.
	
	
	
	
	

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				