Þorrablót hjá leikskólabörnum
Börnin á Heiðarseli hafa verið að blóta þorrann í allan dag. Börnin hafa verið að skoða gömul áhöld og leikföng og einnig hefur verið boðið upp á hákarl, sviðasultu, hangiket og harðfisk.Þorramatinn borðuðu börnin af bestu lyst og hákarlinn var engin fyrirstaða hjá flestum þeirra. Ljósmyndari VF smellti af meðfylgjandi myndum í dag.