Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þorláksmessuskata Grindvíkinga í Sandgerði
Þriðjudagur 12. desember 2023 kl. 15:32

Þorláksmessuskata Grindvíkinga í Sandgerði

Þórláksmessuskata Grindvíkinga verður haldin í Samkomuhúsinu í Sandgerði nk. laugardag 16. desember kl. 11.00 – 14.00. Grindvíkingum sem eiga þess kost að mæta er boðið til veislunnar.

Boðið verður upp á;
Kæsta og saltaða skötu, saltfisk og plokkfisk með kartöflum, rófum, hamsatólg, rúgbrauð og kaffi.

Undir borðum leika Harmonikkuunnendur á Suðurnesjum.

Íbúar í Grindavík eru beðnir að skrá sig hér https://forms.gle/YQfAwQtYxV1csyB99 svo hægt verði að undirbúa veisluna og kaupa inn og elda það magn sem dugir fyrir þann fjölda sem ætlar að mæta. Mikilvægt er að skráningin fari fram sem fyrst og ekki síðar en á fimmtudagskvöldið 14. desember.

Hér er tækifæri fyrir alla fjölskylduna að mæta og hitta nágranna og vini um leið og fögnum birtunni sem fylgir boðskap jólanna.

Gulir og glaðir velunnarar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024