Þórkötlustaðaréttir við Grindavík í dag
Réttardagurinn í Þórkötlustaðarétt í Grindavík er í dag, laugardaginn 20. september. Smalað var á afrétti Grindvíkinga í gær en dregið verður í dilka laugardaginn um kl.14.00 í dag.
Réttardagurinn er einn af þeim dögum sem bjóða upp á líf og fjör jafnt fyrir börn og fullorðna. Ratleikurinn "Finna féð" verður á dagskrá í nágrenni við réttina. Leikurinn gengur út á að svara léttum spurningum um sauðkindina og geitina. Dregið verður úr réttum svörum og þrír ullarvinningar í verðlaun.
Í Auðsholti verður boðið upp á kjötsúpu í stóru tjaldi og haustmarkaður verður í anddyri reiðhallarinnar.
Réttardansleikur verður í Salthúsinu á laugardagskvöld sjá nánar á salthusid.is