Þórkötlustaðaréttir um helgina
Réttað verður í Þórkötlustaðaréttum við Grindavík á laugardag kl. 14:00 og að vanda verður margt um fé og fólk. Bæjarbúar eru hvattir til þess að ganga austur í Þórkötlustaðahverfi á nýjum malbikuðum göngustíg sem nær að Þórkötlustaðaréttum. Unglingadeildin Hafbjörg býður upp á kaffi, kakó, flatkökur með hangikjöti og fleira góðgæti.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				