Þórkötlustaðaréttir á laugardaginn
- Bæjarbúar hvattir til að nýta nýja göngustíginn.
	Réttað verður í Þórkötlustaðaréttum laugardaginn 22. september kl. 14:00 og að vanda verður margt um fé og fólk. Haustmarkaður handverksfólks verður starfræktur á svæðinu. Bæjarbúar eru hvattir til þess að ganga austur í Þórkötlustaðahverfi á nýjum malbikuðum göngustíg sem nær að Þórkötlustaðaréttum.
	
	Bílastæði verða sérmerkt að þessu sinni svo bílar teppi ekki umferð á Suðurstrandarvegi/Austurvegi. Björgunarsveitarmenn munu leiðbeina ökumönnum hvar best er að leggja.
	 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				