Þórkatla færir íþróttamiðstöðinni sundkúta
Þórkötlur gáfu nýlega íþróttamiðstöðinni í Grindavík 40 sundkúta. Það voru stjórnarkonur Þórkötlu, Emma Geirsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir, ásamt Sólveigu Guðmundsdóttur félagskonu, sem komu með sundkútana. Sigríður H. Ingólfsdóttir og Steinþór Ingibergsson, starfsmenn íþróttamiðstöðvarinnar tóku á móti sundkútunum.
Þórkatla vonar að sundkútarnir eigi eftir að nýtast vel og tryggja öryggi yngstu gesta sundlaugarinnar.