Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þorgrímur Þráinsson á fundi FFGÍR í kvöld
Þriðjudagur 11. febrúar 2014 kl. 09:58

Þorgrímur Þráinsson á fundi FFGÍR í kvöld

Þorgrímur Þráinsson heldur fyrirlesturinn „LÁTTU DRAUMUNN RÆTAST“ fyrir foreldra nemenda í 8.-10.bekk í Grunnskólum Reykjanesbæjar. Fyrirlesturinn verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þriðjudaginn 11. febrúar kl.20:00.

Þorgrímur hefur verið að hitta nemendur í 10.bekk síðustu daga í sínum heimaskólum.

Þorgrími hefur verið tekið fagnandi af nemendum og gefur okkur foreldrum nú tækifæri til að heyra hvað hann hefur fram að færa, segir í tilkynningu frá FFGÍR, Foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ.

„Fyrirlesturinn er fyrst og fremst hvatning til nemenda um að bera ábyrgð á eigin lífi og hafa hugrekki til að fylgja hjartanu. Ég segi sögur því til stuðnings,“ segir Þorgrímur.

Kæru foreldrar tökum vel á móti Þorgrími Þráinssyni og fyllum salinn. Við lofum ánægjulegri kvöldstund, segir jafnframt frá FFGÍR, Foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024