Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þórey og Sigurbergur sigruðu í áskorun Superform
Sigurbergur Theodórsson og Þórey Guðmundsdóttir voru sigurvegarar Superform 2016.
Fimmtudagur 14. apríl 2016 kl. 06:00

Þórey og Sigurbergur sigruðu í áskorun Superform

Sigurbergur Theodórsson og Þórey Guðmundsdóttir stóðu upp sem sigurvegarar í Superform áskorun 2016. Áskorunin hófst 11. janúar og stóð í 12 vikur. Veitt voru verðlaun fyrir besta árangurinn á glæsilegri árshátíð Superform í Hljómahöll síðasta laugardag.

Í ár voru tæplega 130 keppendur skráðir til leiks og var það umtalsverð fjölgun frá fyrra ári. Mjótt var á munum þeirra sem lentu í eftstu sætum. Heildarverðmæti verðlauna í keppninni voru rúmar 1,6 milljón króna og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki. Sigurvegararnir, þau Þórey og Sigurbergur, fengu hvort í sinn hlut 100.000 krónur og ýmis gjafabréf. Í öðru sæti í kvennaflokki var Sveindís Guðmundsdóttir og í því þriðja Auður Eyberg Helgadóttir. Í öðru sæti í karlaflokki var Sigurður Karlsson og Stefán Björnsson í því þriðja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi myndir voru teknar á árshátíð Superform í Hljómahöll um síðustu helgi.

 Sigurður Karlsson og Sveindís Guðmundsdóttir lentu í 2. sæti

 

Stefán Björnsson og Auður Eyberg Helgadóttir höfnuðu í 3. sæti

 

Sævar Borgarsson, þjálfari í Superform.