Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Þórey og Jóhannes sigruðu í Superform áskorun 2015
Þórey Guðmundsdóttir og Jóhannes Haraldsson.
Þriðjudagur 21. apríl 2015 kl. 09:07

Þórey og Jóhannes sigruðu í Superform áskorun 2015

110 keppendur skráðu sig til leiks.

Það voru þau Þórey Guðmundsdóttir og Jóhannes Haraldsson sem stóðu uppi sem sigurvegarar í Superform áskorun 2015. 110 keppendur skráðir til leiks í ár, sem var umtalsverð fjölgun frá árinu áður. Gríðarlega flottur árangur náðist hjá keppendum og átti dómnefndin í miklum erfiðleikum með að úrskurða hverjir yrðu sigurvegarar.

Áskorunin hófst 12. janúar og stóð yfir í 12 vikur. Þátttakendur lögðu mikið á sig og sneru við blaðinu hvað varðar hollt mataræði og heilbrigða hreyfingu. Allir keppendur fengu góð ráð um mataræði, bæði í fyrirlestrarformi og ráðgjöf í gegnum tölvupóst. Að auki var boðið upp á fyrirlestur með Hauki Inga Guðnasyni sem gaf ráðleggingar um það hvernig hægt er að ná árangri og setja sér raunhæf markmið. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heildarverðmæti verðlauna í keppninni voru hvorki meira né minna en rúm 1,4 milljón króna en veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki. Þórey og Jóhannes náðu frábærum árangri og fengu bæði í sinn hlut 100.000 krónur í beinhörðum peningum ásamt veglegum gjafabréfum frá Superform, Sporthúsinu, Nike, Líkama og Boost, Bláa Lóninu, Sportvörum, Gallerí og Krummaskuði. Í öðru sæti var Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir í kvennaflokki og Smári Ketilsson í karlaflokki. Þriðja sætið skipuðu þau Lilja Dröfn Sæmundsdóttir og Atli Geir Júlíusson. 

Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir og Smári Ketilsson.

Lilja Dröfn Sæmundsdóttir og Atli Geir Júlíusson.