Mannlíf

Þórdís Birna og félagar komust áfram
Þórdís Birna Borgarsdóttir sést hér ásamt Guðmundi Snorra Sigurðssyni flytja lagið Spring yfir heiminn. Ljósmynd af vef rúv.
Laugardagur 13. febrúar 2016 kl. 23:50

Þórdís Birna og félagar komust áfram

- Verða í úrslitum Söngvakeppninnar á RÚV um næstu helgi

Þórdís Birna Borgarsdóttir úr Reykjanesbæ flutti lagið Spring yfir heiminn í Söngvakeppninni á RÚV í kvöld og var lagið meðal þeirra þriggja sem þjóðin kaus áfram í úrslit. Lagið samdi kærasti Þórdísar, Júlí Heiðar Halldórsson. Textinn er eftir Júlí Heiðar og Guðmund Snorra Sigurðsson sem söng lagið með Þórdísi.

Lögin Á ný í flutningi Elísabetar Ormslev og Augnablik í flutningi Öldu Dísar komust einnig áfram og verða meðal þeirrra sex laga sem um næstu helgi keppast um að verða framlag Íslands í Eurovision í Svíþjóð í ár.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Tengd frétt: Þórdís Birna í Söngvakeppninni