Þórdís Birna og félagar komust áfram
- Verða í úrslitum Söngvakeppninnar á RÚV um næstu helgi
Þórdís Birna Borgarsdóttir úr Reykjanesbæ flutti lagið Spring yfir heiminn í Söngvakeppninni á RÚV í kvöld og var lagið meðal þeirra þriggja sem þjóðin kaus áfram í úrslit. Lagið samdi kærasti Þórdísar, Júlí Heiðar Halldórsson. Textinn er eftir Júlí Heiðar og Guðmund Snorra Sigurðsson sem söng lagið með Þórdísi.
Lögin Á ný í flutningi Elísabetar Ormslev og Augnablik í flutningi Öldu Dísar komust einnig áfram og verða meðal þeirrra sex laga sem um næstu helgi keppast um að verða framlag Íslands í Eurovision í Svíþjóð í ár.
Tengd frétt: Þórdís Birna í Söngvakeppninni