Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þorbjörn Fiskanes hf styrkir uppsetningu á óperettu
Miðvikudagur 12. október 2005 kl. 13:07

Þorbjörn Fiskanes hf styrkir uppsetningu á óperettu

Þorbjörn Fiskanes hf veitti á dögunum Óperufélaginu Mossini styrk að upphæð kr. 250.000,- til uppsetningar á gamanóperettunni Gestur – Síðasta máltíðin. Félögum í starfsmannafélagi Þorbjarnar Fiskaness hf stendur til boða 25% afsláttur af miðaverði á sýninguna.

Þess má til gamans geta, að skólastjóri tónlistarskóla Grindavíkur, Gunnar Kristmannsson er einn aðstandenda sýningarinnar, og fer með eitt af hlutverkunum. Verkið verður frumsýnt í Iðnó síðar í mánuðinum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024