Krónan
Krónan

Mannlíf

Þorbjörg Höskuldsdóttir með leiðsögn
Sunnudagur 18. nóvember 2012 kl. 13:17

Þorbjörg Höskuldsdóttir með leiðsögn

Sunnudaginn 18. nóvember kl. 15:00 tekur listakonan Þorbjörg Höskuldsdóttir á móti gestum í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum þar sem sýning á nýjum málverkum hennar stendur yfir. Sýningin sem ber titilinn Ásýnd fjarskans er fyrsta einkasýning hennar í hartnær átta ár.

Þorbjörg á að baki langan og farsælan feril sem myndlistarmaður, auk þess sem hún hefur lagt gjörva hönd á leirkerasmíði og leikmyndagerð. Verk hennar er að finna í öllum helstu listasöfnum landsins, og frá 2006 hefur hún verið handhafi heiðursverðlauna frá Alþingi Íslendinga.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Aðgangur að Listasafni Reykjanesbæjar er ókeypis og heitt verður á könnunni.