ÞORA KARLMENN AÐ FÆKKA FÖTUM? LÁTA VAÐA?
Leikfélag Keflavíkur er að hefja æfingar á nýju erlendu leikriti sem stefnt er á að frumsýna í mars undir leikstjórn Andrésar Sigurvinssonar. Þetta leikrit er af djarfara taginu og er óskað eftir karlmönnum,18 ára og eldri, sem þora að láta vaða og eru nánast til í allt. Ekki er hægt að greina frá nafni verksins að svo stöddu. Einnig er óskað eftir hugmyndaríku fólki af ýmsu tagi sem er til í að aðstoða við ýmislegt, s.s. sviðsvinnu, búninga, kynningar, förðun o.fl. skemmtilegt. Ef einhverjir hafa áhuga og vilja koma í prufu þá er mæting í Frumleikhúsinu nk. laugardag kl. 13:00. Farið verður með prufur sem trúnaðarmál og nafnleyndar verður gætt. Látum vaða! Stjórn Leikfélags Keflavíkur