Thomas sigraði í hæfileikakeppni starfsbrautar FS
Keppir fyrir hönd skólans í stóru keppninni í Garðabæ.
Nemendur á starfsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja héldu fyrir skömmu opið hús í sal skólans. Haldin var hæfileikakeppni sem var undirbúningur fyrir keppni allra starfsbrauta á landinu. Sigurvegari keppninnar var Thomas Damien Albertsson en hann söng lagið Í síðasta skipti með Friðriki Dór og mun Thomas flytja lagið fyrir hönd skólans í stóru keppninni sem haldin verður í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Að sögn umsjónarfólks voru atriðin hin glæsilegustu og mikill metnaður sem lá að baki. Margt var um manninn og skemmtu gestir sér vel, enda voru skemmtiatriðin ekki af verri endanum.
Þátttakendurnir ásamt kynninum.
Dómnefndin.