Þökkuðu morgunmatinn með söng - myndskeið
Skólakór frá Norður Dakóta brast í söng yfir morgunverðinum á Hótel Keflavík eldsnemma í morgun. Kórinn er á ferðalagi um Ísland og vildi þakka hótelstjóranum og starfsfólki hótelsins fyrir góða gistingu og frábæran morgunverð með söng í matsalnum klukkan 7 í morgun. Starfsmaður á Hótel Keflavík tók hluta af söngnum upp á stutt myndskeið sem fylgir hér að neðan.