Þjófstart á Þorra hjá Keflvíkingum
Knattspyrnumenn og körfuboltafólk Keflvíkinga þjófstarta þorra í kvöld en þá verður þorrablót Keflavíkur haldið í Íþróttahúsi Keflavíkur, TM höllinni. Lokaundirbúningur hefur staðið yfir síðustu daga og hefur allt verið á fullu við uppsetningu salarins. Um 650 miðar hafa verið seldir.
Sævar Sævarsson, einn af nefndarmönnum kvöldsins segir allt hafa gengið að óskum og von sé á frábæru kvöld með góðum þorramat og frábærum skemmtiatriðum.
Guðfinnur Sigurvinsson er veislustjóri og dúettinn Magnús og Jóhann leika við opnun hússins um kl. 19. Sigga Beinteins, Páll Óskar og Egill Ólafsson syngja og Ingó og veðurguðirnir leika fyrir dansi. Einn af hápunktum kvöldsins er sýning Keflavíkurannálsins og segir Sævar að hafi hann verið beittur áður þá sé nokkuð ljóst að fólk setji sig í stellingar því hann verði beittari en nokkru sinni fyrr að þessu sinni.
Magnús Þórisson á Réttinum var mættur í húsið við undirbúning.
Hugglegheit í þægilegum sófum.
Það er mikið verk að stilla salnum upp, á sjöunda hundrað stólar og einhver slatti af borðum.