Þjóðlegur siður á undanhaldi
Sá siður verslunareigenda að skreyta glugga sína í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní hefur verið á undanhaldi síðustu ár.
Bæjarbúi í Reykjanesbæ benti ljósmyndara VF á að svo virtist sem einungis ein verslun væri skreytt eftir þessari gömlu og skemmtilegu hefð en það er Verslun Georgs V. Hannah við Hafnargötuna.
Þar var mynd af forsetanum áberandi í glugga með íslenska fánanum og setti þjóðlegan blæ á þennan fallega dag.
Viðmælendur Víkurfrétta sögðu það óskandi að aðrir verslunareigendur í bænum myndu taka upp þennan skemmtilega sið á næsta ári.
VF-myndir/Þorgils