Þjóðháttakynning í Saltfisksetrinu
Grindavíkurbær og Saltfisksetrið bjóða á næstunni upp á þjóðháttakynningu með leiðsögumönnum Reykjaness og verður fyrsta kynningin um vermennsku laugardaginn 19. maí.
Grindavík hefur verið þekkt allt frá landnámi fyrir góð fiskimið. Þangað komu menn víða að úr sveitum landsins á vetrarvertíð. Á Selatöngum sem er í um 12 km fjarlægð frá Grindavík má enn sjá minjar um gamlar hlaðnar verbúðir, fiskbyrgi og garða auk óvenju fallegra hraunmyndana í Katlahrauni sem vert er að skoða.
Kl. 11. Þjóðháttakynning hefst í Saltfisksetrinu með erindi og myndum um vermennsku frá fyrri tíð. Eftir það verður boðið upp á leiðsögn um sögusýningu Saltfisksetursins, sýningu þar sem gestir geta bæði fundið, séð og heyrt.
Kl. 12. Matarhlé (Í tilefni dagsins verða væntanlega hádegistilboð í gangi á veitingastöðum í Grindavík).
Kl. 13.15. Rútuferð að Selatöngum, rölt um svæðið með leiðsögn í um eina klukkustund og minjar skoðaðar. Skemmtileg uppákoma verður á svæðinu. Síðan verður boðið upp á göngu frá Selatöngum að Ísólfsskála, gengið eftir gamallri skreiðleið í hrauninu og tekur það um 1 klst.. Þeir sem ekki vilja ganga geta tekið rútuna að Ísólfsskála. Þar verður heitt á könnunni. Áætlað er að koma til baka að Saltfisksetrinu um kl.17.00.
Rútugjald er kr. 1000. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í rútuferðina strax við upphaf kynningar.
Myndir: 1-Ísólfsskáli, 2-Selatangar
Grindavík hefur verið þekkt allt frá landnámi fyrir góð fiskimið. Þangað komu menn víða að úr sveitum landsins á vetrarvertíð. Á Selatöngum sem er í um 12 km fjarlægð frá Grindavík má enn sjá minjar um gamlar hlaðnar verbúðir, fiskbyrgi og garða auk óvenju fallegra hraunmyndana í Katlahrauni sem vert er að skoða.
Kl. 11. Þjóðháttakynning hefst í Saltfisksetrinu með erindi og myndum um vermennsku frá fyrri tíð. Eftir það verður boðið upp á leiðsögn um sögusýningu Saltfisksetursins, sýningu þar sem gestir geta bæði fundið, séð og heyrt.
Kl. 12. Matarhlé (Í tilefni dagsins verða væntanlega hádegistilboð í gangi á veitingastöðum í Grindavík).
Kl. 13.15. Rútuferð að Selatöngum, rölt um svæðið með leiðsögn í um eina klukkustund og minjar skoðaðar. Skemmtileg uppákoma verður á svæðinu. Síðan verður boðið upp á göngu frá Selatöngum að Ísólfsskála, gengið eftir gamallri skreiðleið í hrauninu og tekur það um 1 klst.. Þeir sem ekki vilja ganga geta tekið rútuna að Ísólfsskála. Þar verður heitt á könnunni. Áætlað er að koma til baka að Saltfisksetrinu um kl.17.00.
Rútugjald er kr. 1000. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í rútuferðina strax við upphaf kynningar.
Myndir: 1-Ísólfsskáli, 2-Selatangar