Þjóðhátíðardegi fagnað í Suðurnesjabæ
17. júní var fagnað hátíðlega í Suðurnesjabæ í góðu veðri. Aðalhátíðardagskráin fór fram við Sandgerðisskóla en skipulagning og framkvæmd var í höndum foreldra og nemenda verðandi 10. bekkinga í Gerðaskóla og Sandgerðisskóla.
Dagskráin var fjölbreytt sem hófst á fánahyllingu og ávarpi fjallkonu sem að þessu sinni var í höndum Þórunnar Hafdísar Hill Ævarsdóttur, nýstúdents, sem flutti ljóðið Minni kvenna eftir Matthías Jochumsson. Ræðumaður dagsins var Marta Eiríksdóttir. Þá fluttu systkinin í Klassart, Smári og Fríða Dís, nokkur lög, Skemmtikraftakallarnir léku listir sínar, stúlkur úr Gerðaskóla sýndu dans og að lokum skemmtu Þura og Þorri yngstu kynslóðinni. Kynnir var Sigurður Smári Hansson. Þekkingarsetriði í Sandgerði og Byggðasafnið á Garðskaga buðu einnig í heimsókn.
Þórunn Hafdís Hill Ævarsdóttir, nýstúdent flutti ávarp fjallkonu, ljóðið Minni kvenna eftir Matthías Jochumsson.
Klassart systkinin sungu.