Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Þjóðhátíð er einstök upplifun
Sunnudagur 5. ágúst 2018 kl. 07:00

Þjóðhátíð er einstök upplifun

- Verslunarmannahelgarspurnignar Víkurfrétta

Friðrik Bergmannsson

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
Verð líklega heima í Sunny Kef eða í bústað með fjölskyldunnni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ertu vanaföst/fastur um Verslunarmannahelgina eða breytir þú reglulega til?
Bæði og, er oftast heima en fer líka í bústaðinn með fjölskyldunni.

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin til þessa?
Þjóðhátíð í Eyjum 1983.

Af hverju?
Fyrsta þjóðhátíðin sem „fullorðinn“ einstaklingur þar sem keyptur var alveg heill peli fyrir helgina. Auðvitað dugði hann stutt. Það er einstök upplifun að vera á Þjóðhátíð og eitthvað sem allir ættu að prufa.

Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina?
Eiga góða stund með fjölskyldu og vinum.

Hvað ertu búinn að gera í sumar?
Bíða eftir sumrinu En við hjónin nældum okkur í alvöru sumar í sex daga í Brighton, þar er æðislegt að vera.

Hvað er planið eftir sumarið?
Þar tekur rútínan við, vinnan í öryggisgæslunni, þar er einstaklega gott fólk og gaman að vinna með þeim. Það verður auðvitað tekið á því í ræktinni þar sem Superform er mitt áhugamál. Planið er einnig að reyna að taka a.m.k tvær borgarferðir.