Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Þing um farsæla öldrun
Hugmyndir sem fram koma á fundinum verða notaðar við stefnumótun um farsæla öldrun. Myndin er tekin á púttvellinum í Keflavík en hann er vinsæll meðal eldri borgara.
Þriðjudagur 28. mars 2017 kl. 06:00

Þing um farsæla öldrun

Framtíðarþing um farsæla öldrun verður haldið á Nesvöllum fimmtudaginn 6. apríl næstkomandi. Þingið er á vegum Reykjanesbæjar og Félags eldri borgara á Suðurnesjum og er markmið þess að skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál. Að sögn Maríu Rósar Skúladóttur, forstöðumanns öldrunarþjónustu hjá Reykjanesbæ, eru málefni eldri borgara eitt af stærri málum samtímans. „Á þinginu verður bæði horft til dagsins í dag og til framtíðar. Það sem rætt verður á þinginu verður notað til stefnumótunar í málaflokknum hjá Reykjanesbæ. Hugmyndin er að draga fram væntingar og hugmyndir um það hvernig best megi stuðla að farsælum efri árum,“ segir hún.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar  samþykkti á síðasta ári að móta stefnu í málefnum aldraðra og er þingið liður í þeirri mótun. Þingið verður með fyrirkomulagi þjóðfundar. Þar sitja átta til tíu manns saman við borð og borðstjóri stýrir umræðunni á hverju borði. Hans hlutverk er að tryggja að allir við borðið séu jafnir og geti komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Indrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingamiðlunar, hefur yfirumsjón með þinginu sem mun standa frá klukkan 15:00 til 18:00 þann 6. apríl. Boðið verður upp á veitingar á þinginu. Hægt er að skrá þátttöku í síma 420-3400 eða með pósti á netfangið [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024