Thin Jim með tónleika í Salthúsinu
Hljómsveitin Thin Jim halda tónleika á Salthúsinu, Grindavík laugardagskvöldið 10. nóvember kl. 21:00. Hljómsveitin mun kynna efni af nýútkomnum diski „This is Me“. Tónleikarnir eru liður í útgáfutónleikaröð sveitarinnar.
Sveitina skipa Margrét Eir söngur, Ásgeir Ásgeirsson gítarar, Jökull Jörgensen bassi, Halldór Lárusson trommur og Valdimar Kristjónsson hljómborð.
Verð á tónleikana er kr.2.000,-
Fyrir þá sem vilja gera meira úr kvöldinu og njóta lífsins þá býður Salthúsið upp á austerlenskt hlaðborð frá kl.18:00 og kostar miðinn á hlaðborð + tónleika kr. 4.000,-
Nú fyrir þá sem vilja einungis skella sér á hlaðborðið þá kostar það kr. 2.900,-