Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þetta vilja börnin sjá!
Þriðjudagur 3. maí 2016 kl. 11:21

Þetta vilja börnin sjá!

Laugardaginn 7. maí opnar sýningin Þetta vilja börnin sjá! í Bókasafni Reykjanesbæjar
 
Listahátíð barna verður sett 4. maí í Reykjanesbæ. Fjölmargir viðburðir og sýningar verða í boði í tilefni hátíðarinnar og Bókasafn Reykjanesbæjar tekur að sjálfsögðu þátt í gleðinni.

Laugardaginn 7. maí hefst dagurinn í bókasafninu með fjölskyldujóga klukkan 11.00. Anna Margrét jógakennari leiðir tímann þar sem farið verður í skemmtilegar æfingar, öndun og slökun.

Klukkan 11.30 opnar sýningin Þetta vilja börnin sjá! í Átthagastofu, sem er fyrir aftan afgreiðsluborð safnsins

Á sýningunni verða sýndar myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar voru út árið 2015. Sýningar af þessu tagi hafa verið settar upp áður í Borgarbókasafninu og mun þessi verða farandsýning með fyrsta stoppi í Reykjanesbæ.

Allir leik- og grunnskólar í Reykjanesbæ fá boð á sýninguna sem mun standa í 6 vikur í bókasafninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024