Þetta safn á hvergi annars staðar heima
- segja Magnús og Jóhann.
Tónlistarmennirnir Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason voru við opnun Rokksafns Íslands í Hljómahöll um liðna helgi. Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við þá félaga og verður viðtalið aðgengilegt á vef Víkurfrétta. Þeir voru meðal annars spurðir hvort þeir hefðu getað ímyndað sér að svona safn myndi rísa á Íslandi.
„Nei, ekki í þessum skala en þetta safn á hvergi annars staðar heima en hér því það er svo mikill auður af hæfileikaríku fólki sem hefur komið héðan. Þetta er mjög gott minnismerki um það,“ segir Magnús Þór Sigmundsson.