Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þetta líf. Þetta líf! opnar aftur á www.thorsteinnj.is
Föstudagur 7. apríl 2006 kl. 14:07

Þetta líf. Þetta líf! opnar aftur á www.thorsteinnj.is

Þetta líf. Þetta líf hefur opnað aftur á www.thorsteinnj. is. Það var stofnað í janúar 2005 á slóðinni í þeim tilgangi að stækka sjóndeildarhringinn í fjölmiðlum, sýna efni sem ekki er annarstaðar, um listina og lífið, í stóru samhengi. Heimsóknir hafa verið frá tveimur á dag, uppí sjö hundruð, fer eftir efninu sem er inni hverju sinni. Vefurinn var tilnefndur til Prix Europa verðlaunanna í Berlín á haustmánuðum.

Þetta líf. Þetta líf er áfram öllum opið en áskrifendur njóta forréttinda umfram aðra notendur. Þið fáið áfram sérstaka tilkynningu um allt nýtt efni og getið aukinheldur horft á allt efnið sem birtst hefur í tímaritinu til þessa. Það eru engar auglýsingar eða styrktaraðilar sem koma að útgáfunni, hún er aðeins rekin fyrir áskriftartekjur.

Meðal annara nýjunga í tímaritinu má nefna að nú er hægt að horfa á sjónvarpsefnið í fullri skjástærð og þess er hægt að sækja sérstakar Ipod útgáfur í tímaritið, sem smellpassa í sjónvarpsIpoda landsmanna. Forsíðuefnið þessa dagana er viðtal við írska ljósmyndarann John Minihan, sem tók frábærar portret myndir af írska skáldinu og einfaranum Samuel Beckett. Ennfremur er birtur fyrsti hluti af fjórum, í þáttaröð sem er kallað: Everest í Reykjavík. Þorsteinn J var í versluninni Útilífi í Smáralind nóttina sem Haraldur Örn Ólafsson komst uppá Everesttind fyrir fjórum árum og tók viðtöl við þá sem sátu og fylgdust með framvindu mála.

Það er Samúel Jónasson í Caoz sem sá um útlitsbreytingar á tímaritinu og Pétur Grétarsson tónskáld leggur til alla tónlist.

Áskriftargjaldið er eftir sem áður 3600 á ári.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024