Þétt heilsudagskrá í Eldey á morgun
-frumkvöðlar kynna framleiðslu sína
Heilsudagskráin í Eldey er orðin þétt fyrir fimmtudaginn komandi en þá mun Sóley íþróttafræðingur og lýðheilsufræðingur vera með fyrirlestur kl 18:10-18:40 um heilsu og hvernig eigi að koma jafnvægi á lífið.
Lifandi tónlist verður á svæðinu milli 19:00-20:00. Allar smiðjurnar verða opnar og tilboð hjá hönnuðum.
Góðir gestir kynna vörur sínar í húsinu og má þar nefna Ragnheiði sem kynnir sykurlausan Cider, Kristjönu með herraslaufurnar sínar og Evu Hrund með skemmtilega skartgripalínu.
Heilsudjús og léttar veitingar í boði.